Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

17

Skýrsla um stöðu heimsmarkmiðanna á Íslandi send til Sameinuðu þjóðanna

20.06.2023

 

Íslensk stjórnvöld hafa sent til Sameinuðu þjóðanna (SÞ) svokallaða landrýniskýrslu um stöðu heimsmarkmiða SÞ um sjálfbæra þróun á Íslandi. Skýrslan verður kynnt á ráðherrafundi SÞ um sjálfbæra þróun, í New York 18. júlí nk. Í skýrslunni er fjallað um innleiðingu heimsmarkmiðanna á Íslandi. Þar er einnig umfjöllun um smitáhrif Íslands, sem unnin var af Sjálfbærnistofnun Háskóla Íslands. Þar er átt við þau áhrif sem aðgerðir innanlands geta haft á getu annarra landa til þess að ná heimsmarkmiðunum. Í skýrslunni er að finna stöðumat stjórnvalda sem nálgast má á mælaborði á vefsíðu heimsmarkmiðanna á Íslandi. Til samanburðar er þar einnig stöðumat frjálsra félagasamtaka, sem er nýjung frá því að fyrsta skýrslan var birt árið 2019. Skýrslan er afrakstur víðtæks samráðs og samstarfs ýmissa hagaðila. Hún var skrifuð af samráðsvettvanginum Sjálfbæru Íslandi en í henni er einnig að finna kafla sem skrifaðir voru af öðrum aðilum.

Mikil vinna á sér stað hjá samstarfsvettvanginum Sjálfbært Ísland, sem leidd er af forsætisráðuneytinu, við að hraða aðgerðum til að ná markmiðum um sjálfbæra þróun eins og þau birtast í heimsmarkmiðum SÞ og velsældaráherslum ríkisstjórnarinnar. Meðal verkefna Sjálfbærs Íslands eru að móta stefnu Íslands um sjálfbæra þróun, þróa, samræma og rýna mælikvarða um sjálfbærni, efla þátttöku í fjölþjóðlegu samstarfi um sjálfbæra þróun, efla samráð og samhæfingu hins opinbera við sveitarfélögin, atvinnulífið, aðila vinnumarkaðarins og frjáls félagasamtök og kynna framgang og árangur í sjálfbærri þróun til stjórnvalda, samstarfsaðila og almennings.

Sjálfbærniráð er skipað forsætisráðherra sem er formaður ráðsins, öðrum ráðherrum í ríkisstjórn, auk fulltrúa frá sveitarfélögum, Alþingi, aðilum vinnumarkaðar og frjálsum félagasamtökum.  

Fulltrúi ÍSÍ í Sjálfbærniráði er Andri Stefánsson framkvæmdastjóri.

Skýrslan.

Stöðumat stjórnvalda / Mælaborð.

Myndir með frétt