Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
16

Verðlaunaafhending Hjólað í vinnuna

30.05.2023Tuttugasta og fyrsta verðlaunaafhending Hjólað í vinnuna fór fram í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í hádeginu þann 26. maí. Verkefninu er því formlega lokið í ár.
Bæjarins bestu var samstarfsaðili í ár og bauð gestum uppá pylsur.

Keppnin stóð yfir frá 3. - 23. maí og voru verðlaun veitt fyrir þrjá efstu vinnustaðina í öllum flokkum sem hlutfall þátttökudaga miðað við fjölda starfsmanna. Í kílómetrakeppninni fengu þrjú efstu liðin verðlaun annars vegar fyrir heildarfjölda kílómetra og hins vegar fyrir hlutfall kílómetra miðað við fjölda starfsmanna. Alla vinnustaði í verðlaunasæti má finna hér á vefsíðu verkefnisins.

Í ár voru 
 421 (380 árið 2022) vinnustaðir skráðir til leiks með  911 (931) lið og  5.083 (5319) virka liðsmenn og 295 (301) lið skráðu sig til leiks í kílómetrakeppnina.

Alls voru hjólaðir 303.071 km eða 226 hringir í kringum landið.

Þó að verkefnið heiti Hjólað í vinnuna þá er einnig hægt að skrá annan virkan ferðamáta. Í ár hjóluðu 78,1% þátttakenda og af þeim skráðu 7,4% rafhjól, 8,8% gengu til og frá vinnu, 1,6% notuðu rafhlaupahjól, 0,8% hlupu og 2,7% tóku strætó og gengu hluta.

ÍSÍ og UNICEF tóku höndum saman í verkefninu enda sameinast gildi beggja í að efla einstaklinga og fyrirtæki til heilsueflandi þátttöku fyrir sig, Ísland og heiminn allan. Með þátttöku í Hjólað í vinnuna gátu fyrirtæki heitið á starfsfólk sitt og stutt þannig við Loftlagssjóð UNICEF. Loftlagssjóður styrkir meðal annars menntun og fræðslu fyrir börn og ungt fólk varðandi loftlagsáhrif, nýsköpun á sjálfbærum og umhverfisvænum lausnum fyrir heilbrigðis- og menntakerfi og styrkir innviði samfélaga til að auka viðnám við loftlagsbreytingum. Fyrirtæki geta enn heitið á sitt starfsfólk þó að átakið sé búið, hér.

Meginmarkmið Hjólað í vinnuna er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi er að nota virkan ferðamáta.

Nánari upplýsingar um Hjólað í vinnuna er að finna á heimasíðu verkefnisins ásamt upplýsingum um vinningshafa í skráningar, mynda og liðstjóraleik má finna hér.

Samstarfsaðilar Hjólað í vinnuna í ár voru UNICEF, Örninn, Rás2, Unbroken, LHM, HRÍ, Hjólafærni, Advania og Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn.

Starfsfólk ÍSÍ þakkar öllum þátttakendum fyrir keppnina í ár og óskar öllum vinningshöfum innilega til hamingju!
Þið getið öll klappað ykkur á bakið, þið hafið öll verið frábærar fyrirmyndir í hreyfingu og umhverfisvænum samgöngum.

Á myndinni má sjá hópmynd af verðlaunahöfum í 1. - 3. sæti í daga og kílómetrakeppninni auk verðlaunahafa í skráningar- og liðsstjóraleiknum. Fleiri myndir af verðlaunaafhendingu er hægt að finna hér á myndasíðu ÍSÍ.