Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍA 2024

Ársþing Íþróttabandalags Akraness (ÍA) verður...
18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍS 2024

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
18

Annasamt hjá frjálsíþróttaliðinu á fyrsta keppnisdegi þeirra á Smáþjóðaleikunum

30.05.2023

 

Það var mikið að gera hjá frjálsíþróttafólkinu á þeirra fyrsta degi á Smáþjóðaleikunum og náðist góður árangur hjá keppendum.  Tvenn bronsverðlaun litu dagsins ljós og sólin lék við keppendur og voru aðstæður góðar.

Kristófer Þorgrímsson tók þátt í 100m hlaupi og komst í úrslit í sínum riðli.  Úrslitin fór fram seinni part og hljóp Kristófer frábærlega og endaði í 5. sæti á tímanum 10.78 sek.

Ívar Kristinn Jasonarson og Sæmundur Ólafsson tóku þátt í 400m hlaupi. Ívar hljóp á 49,51 sek og endaði í 4. sæti í sínum riðli.  Sæmundur hljóp á 49,37 sek og endaði í 5. sæti í sínum riðli.

Elín Sóley Sigurbjörnsdóttir hljóp í 800 m hlaupi og endaði í 4. sætinu á tímanum 2:17.18 mín.  

Arnar Pétursson og Íris Anna Skúladóttir tóku þátt í 10.000m hlaupi.  Arnar endaði í 5. sæti á tímanum 31.22,41 mín en Íris Anna gerði sér lítið fyrir og endaði í 3. sæti á tímanum 36:00,19 mín sem er glæsilegur árangur hjá henni.  

Birna Kristín Kristjánsdóttir stóð sig glæsilega þegar hún stökk 5,95 m í langstökkskeppni dagsins.  Hún náði 4 gildum stökkum og nældi sér í 3.sætið sem var viriklega vel gert hjá henni.  

Ingvi Karl Jónsson tók þátt í kringlukasti.  Hann stóð vel og endaði í 4. sæti með kast upp á 50.39m.

Góður dagur hjá frjálsíþróttateyminu í dag!  Við bendum á heimasíðu keppninnar fyrir nánari upplýsingar um keppnir miðvikudagsins en á morgun er frí í frjálsum.  Heimasíðuna má finna hér.  

Hér má finna streymi.

Myndir með frétt