Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
21

Tvö Íslandsmet og átta verðlaun á fyrsta úrslitahluta Smáþjóðaleikana í sundi

30.05.2023

 

Það var mikið að gera á fyrsta keppnisdegi hjá sundfólkinu á Smáþjóðaleikunum í dag.  Snæfríður Sól hóf daginn á því að bæta Íslandsmet sitt í 100m skriðsundi þegar hún synti á tímanum 55.06 sek, en gamla metið var síðan í apríl 2023 og var 55,18 sek.  Hún synti svo fyrsta sprettinn í 4x 100m skriðsundi kvenna seinni part dags og bætti þá aftur tíma sinn og synti á 54,97 sek.  Snæfríður Sól tryggði sér silfurverðlaun í 100m skriðsundi en boðsundssveitin tryggði sér sigur í 4x100m skriðsundi. Frábær árangur hjá Snæfríði Sól og þeim Jóhönnu Elínu, Völu Dís og Kristínu Helgu.

Eva Margrét Falsdóttir og Birnir Freyr Hálfdánarsson sigruði bæði í 200m fjórsundi í dag.  Eva Margrét bætti tíma sinn, og synti á 2:21,74 mín og Birnir synti á 2:07,08 mín. Frábær árangur. Veigar Hrafn Sigþórsson synti einnig 200m fjórsund og bætti tíma sinn í greininni þegar hann synti á tímanum 2:10,61 mín.


Ylfa Lind Kristmansdóttir varð önnur í 200m baksundi og bætti tíma sinn um rúmar 3 sekúndur, synti á 2:29,16 mín.  Kristín Helga Hákonardóttir varð í þriðja sæti í 200m flugsundi á tímanum 2:25,72 mín og Aron Þór Jónsson varð fimmti í 200m flugsundi á tímanum 2:12,55 mín.  Freyja Birkisdóttir varð í þriðja sæti í 800m skriðsundi á timanum 9;17.16 mín, Katja Lija varð í fjórða sæti í sömu grein og bætti tíma sinn og synti á 9;19,35 mín.


Hólmar Grétarsson bætti sig um 10 sekúndur í 800m skriðsundi og setti um leið aldursflokkamet í greininni 8;35,15 mín, sem er viirkilega flottur árangur. Þeir Bergur Fáfnir og Guðmundur Leó syntu 200m baksund. Guðmundur varð fjórði á 2:09,18 mín og Bergur varð fimmti á 2:10,06 mín og bætti tíma sinn.  S
ímon Elías varð sjötti í 100m skriðsundi á tímanum 51,67 sek og bætti tímann sinn í greininni.

Karlasveitin í 4x100m skriðsundi karla tryggði sér silfurverðlaun í greininni þegar þeir syntu á 3;30,96 mín. Sveitin var skipuð þeim Símon Elíasi, Guðmundi Leo, Ými Sölvasyni og Birni Frey.

Það var frábær stemmning í sundhópnum í dag og sundfólkið tók vel undir þegar þjóðsöngur Íslands var spilaður þrisvar í röð í kvöld. Virkilega flottur árangur hjá okkar fólki í dag.

Mótið heldur áfram í fyrramálið kl 10:00, eða kl 08:00 á ísl tíma.

Hér er lifandi streymi

Hér er hægt að fylgjast með úrslitum

Heimasíðu leikana má finna hér.

Myndir með frétt