Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.10.2023 - 12.08.2023

Fundur hjá...

Í dag er fundur hjá framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23.11.2023 - 12.08.2023

Fundur hjá...

Í dag er fundur hjá framkvæmdastjórn ÍSÍ...
07.12.2023 - 12.08.2023

Fundur hjá...

Í dag er fundur hjá framkvæmdastjórn ÍSÍ...
2

Sigurbjörg kjörin formaður FSÍ

25.05.2023

 

Ársþing Fimleikasambands Íslands (FSÍ) fór fram á Reykjum í Hrútafirði 22. maí síðastliðinn. Mæting var frá níu félögum sem fóru með samtals 25 atkvæði. Þingstörf gengu vel undir stjórn Valdimars Leós Friðrikssonar þingforseta. Glæsileg ársskýrsla var lögð fram og kynnt á þinginu. Skýrslan endurspeglar umfangsmikið starf sambandsins, fimleikafélaga og fimleikadeilda landsins.

Þingið samþykkti að hefja vegferð fimleika fatlaðra innan sambandsins. Þingið samþykkti uppfærða útgáfu af Afreksstefnu FSÍ en kafli stefnunnar um markmið var uppfærður með tilliti til keppenda í fimleikum fatlaðra.

Fjórar starfsnefndir störfuðu á þinginu, það er fjárhagsnefnd, móta- og afreksnefnd, laganefnd og allsherjarnefnd. 

Sigurbjörg Fjölnisdóttir var kjörin formaður sambandsins til næstu tveggja ára og með henni í stjórn eru Axel Þór Eysteinsson, Dýri Kristjánsson, Halldóra S. Guðvarðardóttir, Magnús Heimir Jónasson, Marta Sigurjónsdóttir og Þór Ólafsson. Í varastjórn sitja Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir og Trausti Þór Friðriksson.

Olga Bjarnadóttir, 2. varaforseti ÍSÍ, var fulltrúi ÍSÍ á þinginu og ávarpaði þingið.

Myndir með frétt