Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
21

Nýr formaður kjörinn hjá Dansíþróttasambandinu

23.05.2023

 

Ársþing Dansíþróttasambands Íslands (DSÍ) fór fram í fundarsal ÍSÍ í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, mánudaginn 22. maí.  

Alls  höfðu 51 þingfulltrúi frá fimm félögum rétt til setu á þinginu en 41 þeirra mættu á þingið. Þingstörf voru hefðbundin, skv. lögbundinni dagskrá. Tillaga um endurnýjaða afreksstefnu sambandsins 2023-2028 var samþykkt. Kosið var um tvo stjórnarmenn í aðalstjórn að þessu sinni. Atli Már Sigurðsson gaf ekki áfram kost á sér í formannsembættið og var Helga Björg Gísladóttir kjörin nýr formaður sambandsins. Helga var áður meðstjórnandi í stjórn sambandsins. Ólafur Már Hreinsson og Atli Már Sigurðsson voru kjörnir í stjórn sambandsins til tveggja ára. Með Helgu Björgu, Ólafi og Atla sitja í stjórn Kara Arngrímsdóttir sem er á seinna ári sínu í stjórn og Svava H. Friðgeirsdóttir sem kjörin var til eins árs.

Nýjir varamenn voru kjörnir til eins árs, þau Árni Sigurgeirsson og Þórunn Anna Ólafsdóttir. Stjórn þakkaði þeim Magnúsi Ingólfssoni og Jóhanni Gunnari Arnarsyni, fráfarandi stjórnarmönnum, fyrir þeirra stjórnarsetu.

Á meðfylgjandi mynd má sjá nýja stjórn DSÍ en á myndina vantar reyndar Svövu H. Friðgeirsdóttur.

Nánari upplýsingar um þingið má finna á heimasíðu DSÍ.