Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

07.05.2024 - 07.05.2024

Ársþing HSV 2024

Ársþing Héraðssambands Vestfirðinga (HSV)...
25

Íslensku lýðheilsuverðlaunin

28.02.2023

 

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hefur efnt til nýrra verðlauna sem nefnast Íslensku lýðheilsuverðlaunin. Verðlaunin eru afhent í samstarfi við heilbrigðisráðuneyti, Embætti landlæknis, ÍSÍ og Geðhjálp. Þau verða afhent í fyrsta sinn í vor og skiptast í tvo flokka annars vegar verðlaun til einstaklings og hins vegar verðlaun til samtaka, stofnunar eða fyrirtækis sem hefur látið gott af sér leiða á þessu sviði.

Óskað er eftir tillögum frá almenningi um það hver ætti að hljóta þessa viðurkenningu fyrir framlag til eflingar lýðheilsu á Íslandi.Senda skal inn tillögur að verðugum verðlaunahöfum, ásamt rökstuðningi, á vefsíðunni lydheilsuverdlaun.is, fyrir 20. mars nk. Dómnefnd mun fjalla um tillögurnar og tilnefna þrjár í hvorum flokki. Tvenn verðlaun verða svo afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í seinni hluta aprílmánaðar.

Verðlaunum er ætlað að draga athygli að mikilsverðu framlagi á sviði lýðheilsu og auka með þeim hætti áhuga á bættri heilsu og líðan almennings. Lýðheilsustarf byggir á samvinnu um að bæta heilbrigði þjóðarinnar, líðan og lífsgæði í samfélaginu. Litið er jafnt til líkamlegrar og andlegrar heilsu.

ÍSÍ hvetur almenning til að taka þátt í verkefninu og senda inn tilnefningar. Form til að fylla út og senda má finna hér.