Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
9

Lífshlaupinu lokið

27.02.2023

 

Lífshlaupinu 2023 er nú formlega lokið en Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni sem hófst árið 2006.  Markmið þess hefur alltaf verið að fá alla aldurshópa til að hreyfa sig daglega og er það hluti af íþróttastefnu sem mótuð var fyrir Ísland árið 2006.  Hugmyndin var m.a. að hvetja landsmenn til meiri hreyfingar af hvaða tagi sem er og að íþróttavæða Ísland. 

Í ár tóku 16.745 manns í 1.495 liðum þátt, með ýmis konar hreyfingu.  Þátttakendur hreyfðu sig í 15.623.748 mínútur í 202.264 daga.

Lífshlaupið var, eins og áður sagði, fyrst haldið árið 2006 og var það því í sextánda skipti sem það var haldið nú í ár.  Auk þess sem landsmenn voru hvattir til daglegrar hreyfingar þá er Lífshlaupið líka landskeppni í hreyfingu.  Annars vegar á milli vinnustaða og hins vegar milli grunn- og menntaskóla.  Vinnustaðakeppnin í ár var haldin frá 1.febrúar til 21.febrúar.  Keppt var í mismunandi flokkum eftir fjölda starfsmanna.  Sömu sögu er að segja um grunn- og framhaldskólakeppnina sem haldin var 1. - 14. febrúar en þar skiptust skólarnir einnig upp í nokkra flokka eftir fjölda nemenda.  Á síðastliðnum föstudegi fór fram verðlaunaafhending þar sem vinningshafa komu og tóku við viðurkenningum.  Frekari upplýsingar um lokastöðuna i keppnunum tveimur og vinningshafana má finna hér. 

Sjá má hluta af þeim vinningshöfum sem mættir voru á meðfylgjandi myndum ásamt Andra Stefánssyni, framkvæmdastjóra ÍSÍ sem afhenti verðlaun.  Óskum öllum innilega til hamingju með árangurinn!

Allar frekari upplýsingar má finna á lifshlaupid.is auk Facebook-síðu og Instagram-síðu Lífshlaupsins.

Myndir með frétt