Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.09.2024 - 12.09.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
10

Ferðasjóður íþróttafélaga - skilafrestur umsókna 9. janúar nk.

05.01.2023

 

Skilafrestur umsókna í Ferðasjóð íþróttafélaga rennur út á miðnætti mánudaginn 9. janúar nk.

Íþrótta- og ungmennafélög hafa því tíma út mánudaginn nk. til að skila umsóknum en á miðnætti lokast kerfið og verður ekki tekið við umsóknum í sjóðinn eftir þann tíma.

ÍSÍ hvetur öll félög til að sækja um styrki úr sjóðnum, ef þau hafa sent einstaklinga eða hópa í keppnisferðir á styrkhæf mót innanlands.

Í hópíþróttagreinunum eru einungis Íslandsmót styrkhæf en í einstaklingsgreinum eru Íslandsmót, Bikarmót, Meistaramót og mótaraðir sem telja til Íslandsmeistaratitils einnig styrkhæf. Þegar umsókn hefur verið stofnuð birtist fellilisti yfir styrkhæf mót í hverri íþrótt.

Nánari upplýsingar um sjóðinn og vinnureglur hans.

Vefslóð á umsóknarsvæðið.

Umsjón með Ferðasjóði íþróttafélaga hefur Halla Kjartansdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs ÍSÍ, halla@isi.is/514 4000.