Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
30

„Viðurkenning sem þessi er mikilvæg fyrir allt okkar starf“

09.12.2022

 

Golfklúbbur Mosfellsbæjar fékk endurnýjun viðurkenningar félagsins sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ fimmtudaginn 8. desember síðastliðinn.  Afhendingin fór fram á æfingu 15-16 ára stúlkna en sá aldursflokkur varð Íslandsmeistari golfklúbba síðastliðið sumar.  Það var Hafsteinn Pálsson 2. varaforseti ÍSÍ sem afhenti íþróttastjóra félagsins Davíð Gunnlaugssyni viðurkenninguna en félagið fékk fyrst viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag árið 2018.  Á myndinni eru frá vinstri, Pamela Ósk Hjaltadóttir, Birna Rut Snorradóttir, Gabríella Neema Stefánsdóttir og Auður Bergrún Snorradóttir iðkendur í golfklúbbnum, Dagur Ebenezersson sem tekur við sem íþróttastjóri um áramót, Davíð Gunnlaugsson og Hafsteinn Pálsson.

„Við hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar erum afar þakklát og stolt af því að vera Fyrirmyndarfélag ÍSÍ.  Hjá Golfklúbbnum er mikið lagt upp úr faglegu og metnaðarfullu starfi og er viðurkenning sem þessi mikilvæg fyrir allt okkar starf“ sagði Kári Tryggvason formaður félagsins af þessu tilefni.