Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍA 2024

Ársþing Íþróttabandalags Akraness (ÍA) verður...
18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍS 2024

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
19

Tölfræði ÍSÍ fyrir árið 2021 komin út

24.11.2022

 

Allar einingar innan ÍSÍ skila árlega til sambandsins starfsskýrslum um starfsemina er varðar umfang og samsetningu viðkomandi einingar, kynjaskiptingu, aldursdreifingu, íþróttagreinar, rekstur og lög.

ÍSÍ birtir árlega tölfræði sem unnin er upp úr starfsskýrslunum og sýnir samtölur um ofangreinda þætti, þ.e. umfang og samsetningu hreyfingarinnar. Nú hafa verið birtar tölfræðiupplýsingar, unnar upp úr síðstu starfsskýrslum, um starfsárið 2021.

Myndræn tölfræði ÍSÍ.

ÍSÍ býr yfir rafrænum gögnum um starfsemi íþróttahreyfingarinnar, allt frá árinu 1994 þegar rafræn starfsskýrsluskil voru fyrst sett á laggirnar. Um er að ræða einstök gögn sem gefa gott og ítarlegt yfirlit yfir þróun íþrótta á Íslandi og umfang og samsetningu íþróttahreyfingarinnar. Í ár var starfsskýrslum skilað í fyrsta sinn í nýju skilakerfi, sem smíðað var af Sportabler. Yfirfærslu í nýtt skilakerfi nýtti íþróttahreyfingin til þess yfirfara félagsmanna- og iðkendafjölda sem skráður hafði verið í fyrri kerfi. Sú tiltekt og endurskoðun skilar fækkun bæði félagsmanna og iðkenda, heilt yfir. Eftir stendur tölfræði sem er áreiðanlegri og nákvæmari og speglar betur starfið í hreyfingunni. Fækkun iðkenda á sér einnig skýringar í afleiðingar kórónuveirufaraldursins því að það er ekki fyrr en á árinu 2022 sem starfsemin nær sér aftur á strik. Vonandi skilar það öfluga og mikla starf sem unnið er í íþrótta- og ungmennafélögum landsins fjölgun iðkenda í starfsskýrslum sem skilað verður inn á árinu 2023, um starfsemi ársins 2022.

Unnið er með Power BI til að greina og birta gögn myndrænt fyrir notendur. Með því hefur orðið bylting fyrir notendur og aukið möguleika þeirra á skoðun og flokkun gagna sem þeir vilja skoða.

Búnar hafa verið til þrjár tegundir af vinnuborðum:

  • Tölfræði 2021 - heildar skrá með öllum upplýsingum.
  • Samanburður áranna 2021 og 2020 - verið er að bera saman iðkendur/iðkanir á milli þessara ára, bæði hjá héruðum og sérsamböndum.
  • Samanburður 2018– 2021, verið er að bera saman iðkendur sérsambanda á þessum fjórum árum.