Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

07.05.2024 - 07.05.2024

Ársþing HSV 2024

Ársþing Héraðssambands Vestfirðinga (HSV)...
25

París 2024 - Heimsókn í sendiráð Íslands

13.10.2022

 

Þó að það virðist vera langt í Ólympíuleikana í París 2024 þá er undirbúningur kominn á fullt, bæði hjá skipulagsnefnd leikanna í París sem og hér hjá ÍSÍ. Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ og Halla Kjartansdóttir skrifstofustjóri sóttu nýverið undirbúningsfundi leikanna í París og nýttu tækifærið til að hitta fulltrúa sendiráðs Íslands þar í borg. 

Fundað var í sendiráðinu, sem er staðsett í fallegri byggingu við Victor Hugo stræti, með Unu Jóhannsdóttir, sendiráðunaut og Lilju Björk Stefánsdóttur aðstoðarmanni sendiherra. Unnur Orradóttir Ramette sendiherra var upptekin í öðrum verkefnum þennan dag en hún tók við sendiherrastöðunni árið 2020.

Sendiráð Íslands gegna mikilvægu hlutverki í aðdraganda Ólympíuleika sem og á meðan á Ólympíuleikum stendur, bæði með fjölbreyttri aðstoð í tengslum við ferðir og dvöl háttsettra ráðamanna Íslands í viðkomandi landi í tengslum við viðburði leikanna, við kynningu á landi og þjóð við ýmis tækifæri er tengjast leikunum og með ýmsum stuðningi við íslenska hópinn.

ÍSÍ hefur átt frábæra samvinnu við hin ýmsu sendiráð í gegnum tíðina vegna Ólympíuleika og væntir þess að eiga gott samstarf sendiráðið í París að í aðdraganda leikanna 2024. Mikill hugur er í starfsfólki sendiráðsins sem þegar er farið að sækja upplýsingafundi varðandi leikana og fylgist vel með öllum helstu málaflokkum er tengjast mögulegri aðkomu sendiráðsins.

Á myndinni eru frá vinstri, Halla, Andri og Una.