Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.03.2023 - 26.03.2023

Ársþing LSÍ 2023

Ársþing Lyftingasambands Íslands (LSÍ) verður...
27

Leitað að sjálfboðaliðum fyrir Evrópuleikana 2023

13.10.2022

 

Evrópuleikarnir 2023 fara fram í Kraków í Póllandi dagana 21. júní til 2. júlí. Þetta verður stærsti íþróttaviðburður í Evrópu á næsta ári með keppni í 26 íþróttagreinum. Hér á heimasíðu leikanna er hægt að nálgast nánari upplýsingar um íþróttagreinar og fleira sem tengist Evrópuleikunum.

Nú er umsóknarferlið hafið fyrir þá sem vilja vera sjálfboðaliðar á Evrópuleikunum. Til þess að geta sótt um þarf viðkomandi að vera orðinn 16 ára (fyrir 1. júní 2023), kunna ensku og vera laus í a.m.k. átta daga á tímabilinu 21. júni - 2. júlí. Það er verið að leita að allt að 8.000 sjálfboðaliðum í mjög fjölbreytt verkefni, allt frá því að taka á móti gestum á hótelum og flugvöllum í það að vinna á íþróttasvæðunum og aðstoða íþróttafólkið.

Þetta er kjörið tækifæri fyrir íþróttaáhugafólk sem vill fá reynslu af því að taka þátt í undirbúningi og vinnu við stóran íþróttaviðburð um leið og það getur fylgst með fjölda íþróttagreina.

Áhugasamir geta lesið nánar um það hvað það felst í því að vera sjálfboðaliði á Evrópuleikunum sem og umsóknarferlið hér á heimasíðu leikanna.