Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

19

Íþróttavika Evrópu hefst í dag

23.09.2022

 

Dagana 23. – 30. september fer Íþróttavika Evrópu fram í yfir 40 löndum álfunnar. Evrópubúar sameinast í vikunni undir slagorðinu #BeActive.

Í ár verður heilmikið um að vera og fjölbreyttir viðburði víðsvegar um landið. Íþróttahéruð, sérsambönd, bæjarfélög, framhaldsskólar og ýmsir aðrir aðilar hafa sett upp metnaðarfullar dagskrár. Kynnið ykkur hvað er í boði í ykkar nærumhverfi á heimasíðu verkefnisins www.beactive.is einnig má fylgjast með á samfélagsmiðlunum Instagram og Facebook undir Beactive á Íslandi.

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur fengið styrk úr Erasmus+ styrktarkerfinu til þess að standa fyrir verkefninu hér á landi. Markmið Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna þannig við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Íþróttavikan er ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi.

#BeActive!


Myndir með frétt