Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
21

Sumarfjarnámi 1. stigs í þjálfaramenntun lokið

15.09.2022

 

Sumarfjarnámi 1. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ er nú lokið og luku 27 nemendur náminu að þessu sinni.  Námið er almennur hluti menntunarinnar sem gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar en sérgreinahluta námsins sækja nemendur hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ eða með sambærilegum hætti.  Nemendurnir komu frá 13 mismunandi íþróttagreinum en flesta fulltrúa að þessu sinni áttu listskautarnir, 6 talsins og sundið, 5 talsins.  Góð dreifing var á nemendum um landið en þeir komu frá öllum landshornum sem sýnir kosti fjarnáms hjá ÍSÍ í menntun íþróttaþjálfara.  Rétt er að minna á haustfjarnám allra stiga ÍSÍ, 1., 2. og 3. stigs sem hefst þann 3. október næstkomandi.  Mikilvægi menntunar íþróttaþjálfara hefur sjaldan eða aldrei verið meira.