Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

13

Þrenn silfurverðlaun á EM U-17 í ólympískum lyftingum

19.08.2022

 

Úlfhildur Arna Unnarsdóttir lyftingakona náði frábærum árangri á Evrópumeistaramóti U17 í ólympískum lyftingum sem haldið var í Póllandi 10.-18. ágúst sl. Úlfhildur Arna hafnaði í 2. sæti í -71 kg flokki á þessu stórmóti en hún fékk hvorki meira né minna en þrjú silfurverðlaun þar sem hún hafnaði í öðru sæti í öllum greinum, þ.e. snörun, jafnhendingu og samanlögðu. Úlfhildur Arna er aðeins 17 ára gömul og verður sannarlega spennandi að fylgjast með henni í framtíðinni.

 

Myndir með frétt