Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍA 2024

Ársþing Íþróttabandalags Akraness (ÍA) verður...
18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍS 2024

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
19

Loksins Reykjavíkurmaraþon!

18.08.2022

 

Síðustu tvö ár þurfti að aflýsa Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka vegna COVID-19 og hlauparar því orðnir langeygir eftir því að geta sprett úr spori í þessum skemmtilega viðburði á vegum Íþróttabandalags Reykjavíkur. Nú eru einungis tveir dagar í hlaupið sem fer fram laugardaginn 20. ágúst og er búist við góðri þátttöku. Fjórar vegalengdir verða í boði; maraþon (42,2 km), hálfmaraþon (21,1 km), 10 km hlaup og 3 km skemmtiskokk með möguleika á styttingu í 1,7 km. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu hlaupsins.

Sérstaða Reykjavikurmaraþons felst ekki síst í möguleika þátttakenda á því að láta gott af sér leiða með áheitasöfnun. Allt frá árinu 2007 hafa þátttakendur getað hlaupið til styrktar góðu málefni og er heildarupphæð áheita sem hafa safnast í tengslum við hlaupið frá því áheitasöfnun hófst komin yfir 1.064 milljónir króna sem dreifst hafa til á annað hundrað góðgerðafélaga. Íslandsbanki greiðir allan kostnað við áheitasöfnunina þannig að allt safnað fé fer óskert til góðgerða. Þegar þessi frétt er skrifuð þá hafa þegar safnast tæplega 80 milljónir til góðra málefna!

ÍSÍ óskar öllum þátttakendum góðs gengis á laugardag!

Mynd/ÍBR-Facebooksíða