Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15.04.2023 - 15.04.2023

Ársþing ÍF 2023

Ársþing Íþróttasambands fatlaðra (ÍF) verður...
15.04.2023 - 15.04.2023

Ársþing BLÍ 2023

Ársþing Blaksambands Íslands verður haldið í...
2

Íslensku strákarnir í sjötta sæti á EYOF

30.07.2022

Á síðasta keppnisdegi EYOF mættu íslensku strákarnir í handknattleiksliðinu Spánverjum í hörkuspennandi leik um fimmta sæti á leikunum. Íslendingar sýndu mikla baráttu allan tíman og voru yfir í hálfleik 15-16. Undir lok seinni hálfleiks komust Spánverjar yfir og sigruðu að lokum, 32-29. 

Þar með lauk keppni Íslendinga á leikunum og má með sanni segja að íslensku keppendurnir hafi staðið sig mjög vel. Mikið var um persónulega sigra og fara Íslendingar heim með ein bronsverðlaun sem Birnir Freyr vann í 200m fjórsundi.

Hér á myndasíðu ÍSÍ er hægt að nálgast myndir af leikunum.