Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.03.2023 - 26.03.2023

Ársþing LSÍ 2023

Ársþing Lyftingasambands Íslands (LSÍ) verður...
24

Í nógu að snúast fyrir EYOF í Slóvakíu

29.06.2022

 

Undirbúningur fyrir Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar - EYOF, sem fer fram í Banská Bystrica í Slóvakíu dagana 24. – 30. júlí er á fullum snúningi.
Í vikunni fór fram fatamátun í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, fyrir íslensku þátttakendurna sem keppa munu á þessu stærsta fjölíþróttamóti ungmenna í Evrópu. Í
slenski hópurinn mun klæðast íþróttafatnaði frá PEAK og JAKO.

Um 3.600 ungmenni munu taka þátt í mótinu en Ísland sendir að þessu sinni tæplega 40 keppendur til keppni í átta íþróttagreinum.

Keppnisdagskrá hátíðarinnar.

Heimasíða hátíðarinnar.

Myndir með frétt