Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
9

Góðir gestir í heimsókn

27.06.2022

 

Skrifstofa ÍSÍ fékk skemmtilega heimsókn nýlega, frá Margret Thorlakson Kernested og frænku hennar Söndru Forbes frá Gimli, Kanada.
Ástæða heimsóknarinnar var að Margaret og systir hennar Marlene Forbes hafa haldið Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ frá árinu 2007 í Gimli og þær komu til að kaupa boli frá 2021.Eftir miklar og góðar samræður færðu þær okkur þennan flotta fána sem Íslendingafélagið í Gimli lét útbúa. Til gamans má geta að Gimli er stundum kallað „Höfuðstaður Nýja Íslands“. Íslendingar fluttu þangað fyrst 21. október 1875, en þangað fluttist stór hópur Íslendinga sem eru kallaðir Vesturfarar. 
ÍSÍ þakkar þeim systrum fyrir góða gjöf og frábært samstarf um Sjóvá Kvennahlaupið í gegnum tíðina.

Á myndinni, talið frá vinstri, Linda Laufdal verkefnastjóri, Hrönn Guðmundsdóttir sviðsstjóri Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ, Margret Kernested og Sandra Forbes.