Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.03.2023 - 26.03.2023

Ársþing LSÍ 2023

Ársþing Lyftingasambands Íslands (LSÍ) verður...
24

Alþjóða Ólympíudagurinn er haldinn hátíðlegur um allan heim í dag 23. júní

23.06.2022

 

Alþjóða Ólympíudagurinn er haldinn hátíðlegur um allan heim í dag 23. júní, á stofndegi Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC). Af því tilefni bauðst unglingum úr vinnuskóla Mosfellsbæjar að taka þátt í íþróttum og leikjum á íþróttasvæðinu við Varmá í Mosfellsbæ. Starfsfólk ÍSÍ og UMSK stýrðu dagskránni og fengu um 200 ungmenni að spreyta sig í knattspyrnu, spjótskutlukasti, ringó, fötufótbolta, sirkus, hringjakasti og skotfimi. Deginum lauk svo með pylsuveislu. Krakkarnir voru virk og virtust skemmta sér vel.

ÍSÍ þakkar UMSK, Aftureldingu og verkstjórum Vinnuskólans í Mosfellsbæ kærlega fyrir samstarfið og virkilega ánægjulegan Ólympíudag. 

Myndir með frétt