Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.10.2023 - 12.08.2023

Fundur hjá...

Í dag er fundur hjá framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23.11.2023 - 12.08.2023

Fundur hjá...

Í dag er fundur hjá framkvæmdastjórn ÍSÍ...
07.12.2023 - 12.08.2023

Fundur hjá...

Í dag er fundur hjá framkvæmdastjórn ÍSÍ...
3

Nýtt skipulag og áherslur í mennta- og barnamálaráðuneytinu

16.06.2022

 

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, kynnti nýtt skipulag og áherslur í mennta- og barnamálaráðuneyti á Reykjavík Nordica Hilton í morgun.

Nýtt skipulag mennta- og barnamálaráðuneytis tók gildi 2. júní síðastliðinn. Markmiðið með nýju skipulagi ráðuneytisins er að efla skilvirkni, teymisvinnu og árangur innan mennta- og barnamálaráðuneytisins þannig að sá mannauður og þekking sem þar er til staðar fái notið sín sem best, meðal annars við að tryggja að menntun, aðbúnaður og réttindi barna á Íslandi séu ávallt í fyrirrúmi og í samræmi við markmið ríkisstjórnarinnar um að tryggja farsæld allra barna. Um er að ræða mikla breytingu á skipulagi ráðuneytisins og á kynningunni fór ráðherra yfir hvað þessar nýju áherslur þýða í starfi ráðuneytisins ásamt því að fjalla um fjögur ný embætti skrifstofustjóra sem nú eru laus til umsóknar.  

Áherslur ráðuneytisins byggja á farsæld og grunnstoðum hennar; heilbrigði og líðan, lífsgæðum og félagslegri stöðu, menntun, þátttöku og félagslegum tengslum, öryggi og vernd. Lýðheilsa er mikilvæg stoð í farsæld þjóðar og í tali ráðherra á kynningunni kom fram að íþróttahreyfingin í landinu ætti góða samleið og samhljóm með nýrri nálgun ráðuneytisins.