Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

4

Ársþing SKY

18.05.2022

 

Ársþing Skylmingasamband Íslands fór fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal þann 12. maí sl. Nicolay Ivanov Mateev var kjörinn til áframhaldandi formannssetu sambandsins og eru meðstjórnendur þau Anna Karlsdóttir, Kristmundur Bergsveinsson, Ólafur Bjarnason og Þorbjörg Ágústsdóttir. Varamenn eru Guðjón Ingi Gestsson, Ingibjörg Laufey Guðlaugsdóttir og Sævar Baldur Lúðvíksson.

Voru m.a. teknar fyrir og samþykktar tillögur að siðareglum og afreksstefnu sambandsins en frekari upplýsingar um þingið má nálgast hér á heimasíðu SKY.