Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

07.05.2024 - 07.05.2024

Ársþing HSV 2024

Ársþing Héraðssambands Vestfirðinga (HSV)...
26

Formannsskipti hjá ÍA

28.04.2022

 

Ársþing Íþróttabandalags Akraness fór fram í Tónbergi, húsnæði Tónlistarskólans á Akranesi, í gær. Dagskrá þingsins var með hefðbundnu sniði og samkvæmt lögum. Íþróttabandalagið skilaði hagnaði sem skýrist að mestu af skertri starfsemi vegna kórónuveirufaraldursins. Skýrslu og ársreikninga sambandsins er hægt að nálgast með því að smella hér.

Ellefu einstaklingar voru heiðraðir af hálfu bandalagsins og í fyrsta skipti var afhent samfélagsviðurkenning ÍA, sem afhent er fyrirtæki sem stutt hefur vel við bakið á aðildarfélögum ÍA og íþróttabandalaginu. Viðurkenningin verður árleg og afhent til eins fyrirtækis í senn. Fyrsta fyrirtækið sem hlaut þessa nýju viðurkenningu var fyrirtækið ÞÞÞ sem hefur í áraraðir stutt vel við bakið á íþróttastarfi á Akranesi og eins við bandalagið sjálft. 

Marella Steinsdóttir gaf ekki kost á sér áfram í formannsembættið og var Hrönn Ríkharðsdóttir einróma kjörin næsti formaður sambandsins. Aðrir í stjórn eru Emilía Halldórsdóttir varaformaður, Erla Ösp Lárusdóttir, Heiðar Mar Björnsson og Gyða Björk Bergþórsdóttir. Marella gaf kost á sér í varastjórn sambandsins og hlaut kosningu og með henni í varastjórn er Trausti Gylfason. 

Hafsteinn Pálsson 2. varaforseti ÍSÍ, Hildur Karen Aðalsteinsdóttir úr framkvæmdastjórn ÍSÍ og Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ sóttu þingið fyrir hönd sambandsins og ávarpaði Andri þingið ásamt fleiri gestum.

Myndin með fréttinni er af fráfarandi formanni og nýkjörnum formanni ÍA.

Mynd/ÍA.