Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20

Kynningar og kennsla á skilakerfi ÍSÍ og UMFÍ

26.04.2022

 

Elías Atlason, verkefnastjóri ÍSÍ, hefur haldið kynningar víða um land í aprílmánuði og kennt á nýja skilakerfi ÍSÍ og UMFÍ sem nýlega var tekið í notkun fyrir lögbundin starfsskýrsluskil allra eininga í hreyfingunni.

Góð mæting hefur verið á fundina en yfir 100 manns frá íþrótta- og ungmennafélögum úr 17 íþróttahéruðum hafa nú þegar setið slíka kynningu. Hefur íþróttahreyfingin almennt tekið mjög jákvætt í þær breytingar sem orðið hafa með nýju kerfi enda kerfið sjálft einfalt og notendavænt. 

Starfsskýrsluskil eru í fullum gangi þessa dagana en skilafrestur starfsskýrslna rennur út 1. maí nk. Hægt er að sækja um stuttan viðbótarfrest til ÍSÍ, ef aðstæður krefja.

Fréttinni fylgja myndir frá nokkrum af þeim fundum sem haldnir hafa verið.

Myndir með frétt