Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
9

Heiðrun á ársþingi USÚ

12.04.2022

 

Ársþing Ungmennasambandsins Úlfljóts (USÚ) fór fram í Golfklálanum á Höfn fimmtudaginn 7. apríl sl. Þingið var vel sótt en alls mættu 38 fulltrúar af þeim 51 sem áttu rétt á þingsetu.

Starfsemi USÚ einkenndist að nokkru af kórónuveirufaraldrinum síðastliðið starfsár en nánar má lesa um starfsemina hér í ársriti USÚ og er þar einnig að finna ársreikning sambandsins og skýrslur aðildarfélaga. Fjórar tillögur voru samþykktar á þinginu, þar á meðal tillaga um að fela stjórn USÚ að vinna að því að sambandið hljóti gæðaviðurkenninguna Fyrirmyndarhérað ÍSÍ. Einnig var samþykkt breyting á skiptingu lottótekna innan USÚ.

Engar breytingar urðu á stjórn sambandsins. Jóhanna Íris Ingólfsdóttir er áfram formaður og með henni í stjórn eru Jón Guðni Sigurðsson ritari og Sigurður Óskar Jónsson gjaldkeri. Ásta Steinunn Eiríksdóttir og Hannes Halldórsson eru varamenn. Íþróttamaður USÚ fyrir árið 2021 var útnefndur Halldór Sævar Birgisson golfari í Golfklúbbi Hornafjarðar en Halldór Sævar var valinn í landslið 50+ í golfi til keppni í Slóvakíu á síðasta ári. Auk þess hlutu sex ungir iðkendur Hvatningarverðlaun USÚ á þinginu.

Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ sótti þingið fyrir hönd ÍSÍ. Hann sæmdi Björgvin Hlíðar Erlendsson Silfurmerki ÍSÍ, samkvæmt ákvörðun framkvæmdastjórnar ÍSÍ, fyrir góð störf í þágu íþróttastarfs á Höfn. Björgvi Hlíðar eða Brói eins og hann er kallaður hefur verið óþreytandi í störfum fyrir körfuknattleiksíþróttina á starfssvæði USÚ, bæði hjá Umf. Mána og síðar hjá Sindra. Hann hefur um langt árabil lagt ómælda vinnu og kraft í að halda úti öflugu starfi í körfuknattleik á svæðinu.