Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
9

Snjólaug María nýr formaður USAH

11.04.2022

 

104. ársþing Ungmennasambands A-Húnvetninga (USAH) var haldið 7. apríl síðastliðinn á Húnavöllum. Sambandið var stofnað árið 1912 og fagnar því 110 ára afmæli á árinu. Að því tilefni var boðið upp á dýrindis súpu frá Kvenfélagi Bólstaðarhlíðarhrepps og afmælisköku í eftirrétt. Afmælinu verður svo fagnað betur síðar á árinu.

Rúnar Aðalbjörn Pétursson gaf ekki kost á sér áfram í formannsembættið og var Snjólaug María Jónsdóttir kjörin nýr formaður USAH.

Íþróttamaður USAH ársins 2021 var valinn Sigurður Pétur Stefánsson úr Skotfélaginu Markviss. Faðir hans,  Hvatningarverðlaun USAH voru veitt 3.-4. flokki kvenna í knattspyrnu hjá Umf. Hvöt, Umf. Kormáki og Umf. Fram en samstarf þeirra hefur gengið afar vel og árangur farið fram úr björtustu vonum. Stefán Ólafsson tók við viðurkenningunni fyrir hans hönd. 

Þórey Edda Elísdóttir 1. varaforseti ÍSÍ sótti þingið fyrir hönd ÍSÍ og ávarpaði hún þingfulltrúa og gesti.

Myndir með frétt