Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

24

Stjórn STÍ endurkjörin

04.04.2022

 

Ársþing Skotíþróttasambands Íslands (STÍ) fór fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal um síðastliðna helgi. Vel var mætt á þingið en það sátu um 50 þingfulltrúar af öllu landinu. Samþykktar voru breytingar á lögum sambandsins og einnig voru kynntar fyrirhugaðar breytingar á reglugerðum sambandsins. Þingið samþykkti ályktanir um þjálfaramál, dómaramál og einnig áskorun til borgaryfirvalda í Reykjavík um skotvallarmál. 

Stjórn sambandsins var endurkjörin en hún er skipuð þeim Halldóri Axelssyni formanni, Jórunni Harðardóttur varaformanni, Helgu Jóhannsdóttur ritara, Guðmundur Kristni Gíslasyni gjaldkera, Ómari Erni Jónssyni meðstjórnanda. Í varastjórn sitja Kristvin Ómar Jónsson og Kjartan Friðriksson. 

Þingforseti var Jón S. Ólason, fyrrverandi formaður STÍ. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir úr framkvæmdastjórn ÍSÍ sótti þingið fyrir hönd ÍSÍ og flutti ávarp við þingsetningu.