Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
7

„Við í Dímon erum stolt af því að geta kallað okkur Fyrirmyndarfélag ÍSÍ”

07.03.2022

Íþróttafélagið Dímon fékk endurnýjun viðurkenningar félagsins sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ á aðalfundi félagsins í félagsheimilinu Hvolnum á Hvolsvelli föstudaginn 4. mars síðastliðinn.  Alls voru það sex deildir félagsins auk aðalstjórnar sem fengu viðurkenninguna.  Það var Ragnhildur Skúladóttir sviðsstjóri Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ sem afhenti viðurkenninguna.  Á myndinni eru frá vinstri, Christiane L. Bahner, Anna Margrét Aðalsteinsdóttir, Sigurður Kr. Jensson nýkjörinn formaður, Bjarni Daníelsson, Arnheiður Dögg Einarsdóttir, Ólafur Elí Magnússon, Oddný Steina Valsdóttir og Ragnhildur Skúladóttir.

„Við í Dímon erum stolt af því að geta kallað okkur Fyrirmyndarfélag ÍSÍ.  Handbókin gefur okkur handrit að því hvernig eigi að reka félagið og gerir okkur kleyft að gera gott starf ennþá betra“ sagði nýkjörinn formaður félagsins Sigurður Kr. Jensson af þessu tilefni.