Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
16

Hilmar Snær hefur keppni á Paralympics 10. mars

05.03.2022

Setningarhátíð Paralympics fór fram í gær, föstudaginn 4. mars, í Peking í Kína. Hilmar Snær Örvarsson var fánaberi Íslands á hátíðinni en Ísland var 12. landið sem gekk inn á leikvanginn. Hilmar Snær er á sínum öðrum Paralympics en hann tók einnig þátt á Paralympics í PyeongChang í Suður-Kóreu árið 2018. Í bæði skiptin hefur Hilmar Snær verið eini íslenski keppandinn. 

Setningarhátíðin var hin glæsilegasta en fór fram í skugga innrásar Rússa í Úkraínu, sem leiddi til ákvörðunar Aljóðaólympíuhreyfingar fatlaðra (IPC) um að vísa Rússum og Hvít-Rússum frá leikunum. Með innrásinni brutu Rússar friðarsátt Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé fram yfir Paralympics leikana en sáttmálinn var staðfestur af öllum ríkjum Sameinuðu þjóðanna í desember sl.

Fyrsti keppnisdagur Hilmars Snæs er 10. mars þegar hann keppir í stórsvigi. Hann keppir síðan í svigi þann 12. mars en íslenski hópurinn er væntanlegur aftur heim þann 15. mars.

Það verður sannarlega spennandi að fylgjast með Hilmari Snæ í keppni á Paralympics og ÍSÍ óskar honum góðs gengis á leikunum.