Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
10

Valerie endurkjörin sem formaður ÞRÍ

01.03.2022

 

Sjötta ársþing Þríþrautarsambands Íslands (ÞRÍ) fór fram í sal Tækniskólans laugardaginn 26. febrúar sl.

Formaður ÞRÍ flutti skýrslu stjórnar og gjaldkeri fór yfir rekstur síðasta starfsárs ásamt því að kynna fjárhagsáætlun ársins 2022. Hagnaður varð af rekstri sambandsins á síðasta ári sem helgast af auknum lottótekjum og lægri útgjöldum vegna þátttöku í mótum erlendis.

Endurskoðuð lög sambandsins voru samþykkt á þinginu. Fimm fastanefndir hafa nú verið skilgreindar í lögum sambandsins og ÞRÍ hefur heimild til að veita ákveðnum nefndum verkefni sem snúa að undirbúningi og úrlausn ákveðinna verkefna eftir atvikum hverju sinni. Breytingar voru gerðar til að bæta umgjörð og um kjör og kosningar á þríþrautarþingum, hlutverk stjórnar skýrð betur og sett inn ákvæði um hvernig skuli standa að stjórnarkjöri ef stjórnarmaður hættir störfum áður en kjörtímabili lýkur. Einnig var sett inn ákvæði um skyldu til að víkja sæti við meðferð og afgreiðslu mála venga tilgreindra vanhæfnisástæðna.

Ný afreksstefna var kynnt á þinginu og samþykkt en vinna við endurbætur á eldri afreksstefnu fór fram í haust og vetur. 

Valerie Maier var endurkjörin formaður ÞRÍ til næstu tveggja ára. Sædís Jónsdóttir og Margrét Ágústsdóttir voru kjörnar í aðalstjórn til tveggja ára en fyrir eru í stjórn Ingi B. Poulsen og Jón Ágúst Gunnlaugsson. Varamenn í stjórn voru kjörin til eins árs Rún Friðriksdóttir, Margrét J. Magnúsdóttir og Arnór Ásgeirsson.

Hafsteinn Pálsson, 2. varaforseti ÍSÍ, var þingforseti þingsins og Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ ávarpaði við þingsetningu sem fulltrúi ÍSÍ.