Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
21

Helgi sæmdur Gullmerki ÍSÍ á ársþingi KAÍ

28.02.2022

 

Ársþing Karatesambands Íslands (KAÍ) fór fram sunnudaginn 27. febrúar sl. í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Um þrjátíu fulltrúar sátu þingið, frá fimm karatefélögum og -deildum. Hafsteinn Pálsson, 2. varaforseti ÍSÍ, var þingforseti og Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ ávarpaði þingið við þingsetningu. Á þinginu var samþykkt að skipa milliþinganefnd til að endurskoða lög sambandsins og skila inn tillögu um lagabreytingar fyrir næsta karateþing árið 2023. Líflegar umræður urðu undir liðnum önnur mál. 

Formaður og stjórn gaf kost á sér til endurkjörs og var kjörin einróma. Formaður er Reinharð Reinharðsson og með honum í stjórn eru Elías Guðni Guðnason, María Jensen, Hafþór Sæmundsson og Sigþór Samúelsson. Einn nýr stjórnarmaður var kjörinn í varastjórn, Elías Snorrason en með honum í varastjórn eru Rut Guðbrandsdóttir og Katrín Ingunn Björnsdóttir.

Á þinginu var Helgi Jóhannesson sæmdur Gullmerki ÍSÍ fyrir góð störf í þágu karateíþróttarinnar á Íslandi. Helgi, sem sæmdur var Silfurmerki ÍSÍ árið 2010, sat í stjórn KAÍ um tíma og er núverandi formaður dómaranefndar KAÍ. Hann hefur sinnt fjölmörgum ábyrgðarhlutverkum í íþróttinni í gegnum árin. Hann tók fyrstu evrópsku karatedómararéttindi sín í maí 2001 og hefur aukið við þau og viðhaldið í yfir 20 ár. Hann hefur dæmt á Evrópumótum, Norðurlandamótum og nærri öllum mótum KAÍ frá aldamótum. Einnig hefur hann haft umsjón með dómaranámskeiðum sambandsins á þessu tímabili. Helgi hefur verið leiðtogi í karatedeild Breiðabliks um langt árabil, var sjálfur margfaldur Íslandsmeistari í karate og hefur hlotið ýmsar viðurkenningar sem afreksíþróttamaður í karate.

Að loknu þingi var haldinn formannafundur með nýkjörinni stjórn þar sem rædd voru sameiginleg hagsmunamál félaganna og stjórnar KAÍ.

 

 

Myndir með frétt