Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

19

IOC og EOC fordæma brot Rússa á friðarsátt

26.02.2022

Bæði Alþjóðaólympíunefndin (IOC) og Evrópusamband Ólympíunefnda (EOC) hafa fordæmt harðlega brot stjórnvalda í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi á svokölluðum Olympic Truce, friðarsátt sem Sameinuðu þjóðirnar samþykktu samhljóða 2. desember sl. í tengslum við Ólympíuleikana og Paralympics í Peking.  Friðarsáttin hófst sjö dögum fyrir upphaf Vetrarólympíuleikana 4. febrúar síðastliðinn og endar sjö dögum eftir lokahátíð Paralympics í mars næstkomandi.

IOC hvetur öll alþjóðasambönd íþrótta að aflýsa öllum íþróttaviðburðum sem áætlað er að halda í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi eða færa þá til annarra landa. Eins leggur IOC áherslu á að þjóðsöngvar þessara þjóða séu ekki spilaðir á þeim íþróttaviðburðum sem ekki falla undir refsiaðgerðir WADA gagnvart Rússlandi, og að þjóðfánar þeirra verði ekki sýnilegir. 

IOC hefur lýst yfir áhyggjum af afreksíþróttafólki í Úkraínu og fylgist náið með framvindu mála. 

Hér er hægt að lesa yfirlýsingu IOC frá því í gær í heild sinni.

Hér að finna yfirlýsingu EOC frá því í gær.

Friðarsáttin á sinn uppruna í Grikklandi hinu forna og var samkomulag á milli þriggja kónga, gert til að tryggja öryggi íþróttafólks vegna þátttöku í Ólympíuleikunum til forna þar sem átök voru ríkjandi á milli ríkja á þeim tíma líkt og í nútímanum. Hér má finna nánari upplýsingar um Olympic Truce eða friðarsáttina, bæði til forna og í nú.