Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍA 2024

Ársþing Íþróttabandalags Akraness (ÍA) verður...
18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍS 2024

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
19

Keppnisdagur hjá Sturlu, Snorra og Isaki

15.02.2022

 

Þrír Íslendingar keppa á Vetrarólympíuleikunum í Peking í nótt og í fyrramálið að íslenskum tíma, 16. febrúar.

Sturla Snær Snorrason keppir í svigi karla í Yanqing og hefst svigkeppnin kl. 02:15 í nótt að íslenskum tíma.  Hann er með rásnúmerið 47 en alls eru 88 keppendur skráðir til leiks. Seinni ferðin er tímasett kl. 05:45 í nótt. Sturla Snær smitaðist af kórónuveirunni og hefur verið að jafna sig á þeim veikindum. Hann þurfti að hætta við þátttöku í stórsvigskeppni leikanna en er nú kominn á fulla ferð og klár í slaginn.

Klukkan 08:15 að íslenskum tíma verður síðan liðakeppni í sprettgöngu karla þar sem Snorri Einarsson og Isak Stianson Pedersen verða á meðal keppenda.

ÍSÍ óskar íslensku keppendunum þremur góðs gengis.