Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
13

Skráning í Lífshlaupið hafin

19.01.2022

Lífshlaupið 2022 hefst 2. febrúar nk. Skráning hefst í dag, 19. janúar.

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum Embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða við val á ferðamáta.

Í ráðleggingum Embættis landlæknis segir að börn og unglingar ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir ættu að stunda miðlungserfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega. Nú sem áður er mikilvægt að huga vel að andlegri og líkamlegri heilsu og það er hægt að gera með því að hreyfa sig reglulega. Allt telur!

Taktu þátt og hvettu fólkið í kringum þig líka til þess að taka þátt í Lífshlaupinu 2022!

Nánari upplýsingar um skráningu, keppnisflokka og Lífshlaups smáforritið sem hjálpar þér að halda utan um þína hreyfingu, er að finna á heimasíðu verkefnisins.