Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.11.2024 - 12.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
12

Hrafnkell endurkjörinn formaður ÍBH

18.11.2021

 

52. ársþing Íþróttabandalags Hafnarfjarðar fór fram í Hásölum, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju, fimmtudaginn 11. nóvember sl. Þinginu hafði verið frestað frá því á vormánuðum vegna kórónuveirufaraldursins. Góð mæting var á þingið og tóku 72 fulltrúar þátt, ásamt gestum. Þingforsetar voru Steinn Jóhannsson og Valdimar Svavarsson. Á þinginu störfuðu fjórar fastanefndir, þ.e. fjárhagsnefnd, íþróttanefnd, laganefnd og allsherjarnefnd. Gerðar voru nokkrar breytingar á lögum bandalagsins.

Hrafnkell Marinósson var endurkjörinn formaður bandalagsins. Aðrir í stjórn eru Viðar Halldórsson, Magnús Gunnarsson, Sylvía Ósk Speight, Anna Lilja Sigurðardóttir, Már Sveinbjörnsson, Ragnar Hilmarsson, Arnfríður Kristín Arnardóttir og Aðalbjörg Óladóttir. Varamenn í stjórn eru Sveinn Heiðar Jóhannesson og Helga Veronica Foldar.

Á þinginu var Sigurjón Andersen frá Kvartmíluklúbbnum sæmdur gullmerki ÍBH og þær Friðdóra Friðriksdóttir, Auður Ásbjörnsdóttir og Guðbjörg Anna Guðbjörnsdóttir frá Hestamannafélaginu Sörla sæmdar silfurmerki ÍBH. Það voru Valdimar Svavarsson og Viðar Halldórsson sem sáu um afhendingu viðurkenninganna.

Þrjú aðildarfélög ÍBH áttu stórafmæli á árinu og hlutu þau áletraðan glergrip, blóm og fjárupphæð í afmælisgjöf, samkvæmt reglugerð þar að lútandi. Það voru Knattspyrnufélagið Haukar sem varð 90 ára 12. apríl sl., Fimleikafélagið Björk sem varð 70 ára 1. júlí sl. og Hjólreiðafélagið Bjartur sem varð 10 ára 19. október sl.

Andri Stefánsson, starfandi framkvæmdastjóri ÍSÍ, var fulltrúi ÍSÍ á þinginu og ávarpaði við upphaf þings.

Myndir með frétt