Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12

Bjarni endurkjörinn formaður SKÍ

03.11.2021

 

Ársþing Skíðasambands Íslands (SKÍ) fór fram á Akureyri um síðastliðna helgi. Þingið var vel sótt, um 25 fulltrúar mættu frá 15 aðildarfélögum, auk fulltrúa SKÍ úr stjórn og nefndum ásamt starfsfólki.

Bjarni Th. Bjarnason var endurkjörinn sem formaður sambandsins. Með honum í stjórn eru Gísli Reynisson, Hugrún Elvarsdóttir, Jón Egill Sveinsson, Einar Ólafsson, Friðbjörn Benediktsson og Sigurður Sveinn Nikulásson.

Ingi Þór Ágústsson meðstjórnandi í framkvæmdastjórn ÍSÍ var fulltrúi sambandsins á þinginu.

Nánari upplýsingar frá þinginu er að finna á heimasíðu Skíðasambandsins.

Myndir með frétt