Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
11

Styttist í Vetrarólympíuleikana í Peking

28.10.2021

Nú eru aðeins 100 dagar til Vetrarólympíuleikana í Peking. Þei verða settir 4. febrúar og standa til 20. febrúar. Við þessi tímamót kynntu skipuleggjendur fatnað sjálfboðaliða og starfsmanna sem starfa munu á leikunum og á Paralympics sem verða í kjölfarið, dagana 4.-13. mars.

Notast er við mismunandi litasamsetningu fyrir mismunandi hlutverk þeirra sem starfa við leikana, þ.e. tæknifulltrúar verða í gráu sem stendur fyrir hlutleysi og sanngirni, sjálfboðaliðar verða í himinbláum fatnaði sem stendur fyrir æsku og þrótt og starfsfólk verður í svörtu sem stendur fyrir jarðbundið viðhorf.

Vinningsútfærslan var valin úr 600 tillögum sem bárust skipuleggjendum. Búnaðarpakkinn samanstendur af fötum, skóm og fylgihlutum. Tekið er mið af aðstæðum á keppnisstöðum, sem bæði verða í borginni og uppi í fjöllunum, veðurfari og þörfum við mismunandi tækifæri.