Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.11.2024 - 12.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
11

Nýir Heiðursfélagir ÍSÍ kjörnir á Íþróttaþingi

09.10.2021

 

Við þingsetningu framhaldsþings 75. Íþróttaþings ÍSÍ var borin upp tillaga um sex nýja Heiðursfélaga ÍSÍ. Þingið samþykkti tillöguna með dynjandi lófataki. Nafnbótin Heiðursfélagi ÍSÍ er æðsta viðurkenning íþróttahreyfingarinnar og þeir sem geta hlotið þá nafnbót eru þeir sem hafa þegar hlotið Heiðurskross ÍSÍ, æðstu heiðursviðurkenningu ÍSÍ.

Eftirtaldir einstaklingar voru kjörnir Heiðursfélagar Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands fyrir frábær störf í forystu íslenskrar íþróttahreyfingar. Öll hafa þau átt sæti í framkvæmdastjórn ÍSÍ um árabil, hafa átt sæti í fjölmörgum nefndum og ráðum sambandsins og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir ÍSÍ sem og aðrar einingar innan íþróttahreyfingarinnar.

Nýir Heiðursfélagar ÍSÍ, samkvæmt kjöri 75. Íþróttaþings ÍSÍ, eru Árni Þór Árnason, Guðmundur Ágúst Ingvarsson, Helga Steinunn Guðmundsdóttir, Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir, Jón Gestur Viggósson og Örn Andrésson.

Nánari upplýsingar um hvert og eitt þeirra er að finna hér.

ÍSÍ óskar öllum Heiðursfélögunum innilega til hamingju með heiðursnafnbótina.

Á meðfylgjandi mynd eru eftirfarandi, frá vinstri; Andri Stefánsson starfandi framkvæmdastjóri ÍSÍ, Erna Jóhannsdóttir og Guðmundur Vilhjálmsson, foreldrar Helgu Steinunnar Guðmundsdóttur, Örn Andrésson; Árni Þór Árnason, Sigríður Guðmundsdóttir dóttir Guðmundar Ágústs Ingvarssonar, Jón Gestur Viggósson, Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir og Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ.

Mynd/Arnaldur