Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

07.05.2024 - 07.05.2024

Ársþing HSV 2024

Ársþing Héraðssambands Vestfirðinga (HSV)...
26

Forvarnardagurinn 2021 er í dag

06.10.2021

Forvarnardagurinn er haldinn í dag 6. október og eru viðburðir tengdir honum í flestum grunn- og framhaldsskólum landsins, þar sem sjónum er sérstaklega beint að ungmennum í 9. bekk grunnskóla og á fyrsta ári í framhaldsskóla.

Dagskrá Forvarnardagsins byggist á því að nemendur í grunnskólum ræða um hugmyndir sínar um íþrótta- og tómstundastarf, samveru með fjölskyldunni og það að leyfa heilanum að þroskast án neikvæðra áhrifa en allt eru þetta verndandi þættir fyrir áhættuhegðun. Í framhaldsskólum ræða nemendur um þá ákvörðun að drekka ekki áfengi eða seinka því að byrja og hvaða þættir hafa áhrif á þá ákvörðun. Nemendur á báðum skólastigum fá kynningu frá kennurum skólans og fara í hópavinnu þar sem þau skrá hugmyndir sínar.Þátttakandi skólar setja upp skipulag í skólanum og fá afhent kennsluefni til að vinna með í þeim tilgangi.

Á Forvarnardaginn hefur verið hefð fyrir því að forseti og borgarstjóri fari í skólaheimsóknir og fái að taka þátt í dagskrá skólanna. Í ár heimsótti Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands Laugalækjarskóla og Menntaskólann í Kópavogi og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri heimsótti Árbæjarskóla.

Efni Forvarnardagsins hefur nýlega verið uppfært og verður í dreifingu á samfélagsmiðlum samstarfsaðila næstu daga. Á vefsíðunni www.forvarnardagur.is   er að finna upplýsingar um Forvarnardaginn auk þess er kennsluefni fyrir þátttökuskólana aðgengilegt inn á læstu svæði. Nemendur geta tekið þátt í leik sem er að finna á forsíðu vefsíðunnar og dregið verður úr réttum svörum þann 21. október næstkomandi.  Verðlaun verða veitt fyrir heppna þátttakendur sem dregnir eru út og mun forseti Íslands afhenda verðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.

Embætti landlæknis fer með verkefnastjórn Forvarnardagsins sem unnin er í samstarfi við embætti forseta Íslands, Reykjavíkurborg, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Ungmennafélag Íslands, Rannsóknir og greiningu, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samstarf félagasamtaka í forvörnum, Samfés og Heimili og skóla.  

Hér má sjá ráðleggingar sem stuðla að betri svefni 
Hér má sjá æskilegan svefntíma fyrir hvert aldursskeið
Hér má sjá upplýsingar um koffín

Myndir með frétt