Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.10.2023 - 12.08.2023

Fundur hjá...

Í dag er fundur hjá framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23.11.2023 - 12.08.2023

Fundur hjá...

Í dag er fundur hjá framkvæmdastjórn ÍSÍ...
07.12.2023 - 12.08.2023

Fundur hjá...

Í dag er fundur hjá framkvæmdastjórn ÍSÍ...
2

Námskeið í stjórnendaþjálfun tókst vel

29.09.2021

Dagana 22.-24. september stóð ÍSÍ fyrir námskeiði í stjórnendaþjálfun og fór námskeiðið sem fram fór í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Námskeiðið sátu 17 einstaklingar sem vinna í íþróttahreyfingunni ýmist sem starfsfólk eða sjálfboðarliðar sem sinna stjórnarstörfum. Gunnar Jónatansson stjórnendamarkþjálfi var aðalkennari á námskeiðinu, en aðrir kennarar voru þeir Guðmundur B. Ólafsson lögfræðingur og formaður HSÍ og Andri Stefánsson sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ sem jafnframt var námskeiðsstjóri. Skipulag námskeiðsins var í höndum starfsmanna Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ.

Fyrirlestur Andra var um Alþjóðaólympíuhreyfinguna og Guðmundur fjallaði um lagaumhverfi íþrótta á Íslandi og alþjóðlega. Gunnar Jónatansson sá alveg um kennsluna í tvo daga og lét þátttakendur vinna saman í pörum og smærri hópum. Viðfangsefnin voru margvísleg og má þar nefna verkefnastjórnun og tímastjórnun, markþjálfun, skipulag tölvupósts, fundir og fundarstjórn og stjórnun teyma. Gott og jákvætt andrúmsloft skapaðist á námskeiðinu og voru þátttakendur mjög virkir allan tímann.

Námskeiðið er vottað af Alþjóðaólympíuhreyfingunni og styrkt af Ólympíusamhjálpinni og fengu allir viðurkenningu frá IOC í lok námskeiðsins. 

Fleiri myndir frá námskeiðinu má sjá hér.

Myndir með frétt