Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

13

Arnar Ólafsson sæmdur Gullmerki ÍSÍ á ársþingi FSÍ

09.09.2021

Ársþing Fimleikasambands Íslands (FSÍ) fór fram laugardaginn 4. september sl. í Laugardalashöll. Þinghald var með breyttu sniði að þessu sinni vegna kórónuveirufaraldursins, en einungis einn fulltrúi mætti frá hverju félagi og fór þá með öll atkvæði viðkomandi félags. Ein nefnd var starfrækt á þinginu og var öðrum nefndarstörfum frestað til 27. nóvember, þegar framhaldsþing FSÍ mun fara fram.

Sigurbjörg Fjölnisdóttir var kjörin þingforseti en þingritarar voru Eir Andradóttir og Fanney Magnúsdóttir. Kjörbréfanefnd skipuðu Sigríður Harðardóttir (formaður), Dóra Sigurjónsdóttir og Olga Bjarnadóttir. Kjörbréf bárust frá 12 félögum og voru alls 104 atkvæði sem félögin fóru með. Þingstörf gengu vel fyrir sig.

Arnar Ólafsson, formaður FSÍ frá 2014, lét af störfum á þinginu. Fimleikasambandið hefur gengið í gengum miklar breytingar í hans tíð. Var honum og öðru fráfarandi stjórnarfólki þakkað fyrir vel unnin störf. Hafsteinn Pálsson, varaforseti ÍSÍ var fulltrúi ÍSÍ á þinginu. Hann afhenti Arnari, fráfarandi formanni FSÍ, Gullmerki ÍSÍ fyrir góð störf í þágu fimleikaíþróttarinnar á Íslandi.

Nýr formaður FSÍ var kjörinn Kristinn Arason. Með honum í stjórn eru Halldóra Sigríður Guðvarðardóttir, Magnús Heimir Jónasson, Marta Sigurjónsdóttir, Sigurbjörg Fjölnisdóttir og Þór Ólafsson. Í varastjórn sitja Guðbjörg Snorradóttir og Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir.

Á meðfylgjandi myndum er annars vegar Arnar Ólafsson fráfarandi formaður FSÍ og Hafsteinn Pálsson 2. varaforseti ÍSÍ við afhendingu heiðursviðurkenningarinnar og hins vegar Kristinn Arason, nýkjörinn formaður FSÍ í ræðustól.

Myndir með frétt