Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
4

Fundur um afreksmál​

02.09.2021

ÍSÍ hélt í gær fund með fulltrúum A-sérsambanda, samkvæmt skilgreiningu Afrekssjóðs ÍSÍ. Á dagskrá var að ræða um þá umræðu um afreksstefnu ÍSÍ sem átti sér stað í tengslum við Ólympíuleikana í Tókýó.

Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, fór yfir þær breytingar sem hafa átt sér stað á síðustu árum og Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ, fjallaði um ýmsar þær áskoranir sem eru fyrir hendi í afreksstarfinu og hvernig þátttökureglur á Ólympíuleikum hafa tekið breytingum á síðustu árum. Þau sérsambönd sem eru flokkuð sem A-sérsambönd samkvæmt skilgreiningu ÍSÍ njóta um 70% af styrkúthlutun Afrekssjóðs ÍSÍ og hafa verið í fararbroddi hvað varðar afreksíþróttastarfið á undanförnum árum. Á fundinum var jafnframt komið inn á framhaldsíþróttaþing ÍSÍ sem fer fram þann 9. október nk., en á dagskrá þingsins er Afreksstefna ÍSÍ líkt og á fyrri þingum en það er lögbundið að fjalla skuli um Afreksstefnu ÍSÍ á Íþróttaþingum ÍSÍ. Fram að þinginu mun ÍSÍ standa fyrir fundum með sambandsaðilum til að ræða stefnuna og móta mögulegar breytingar á henni. Fundurinn var vel sóttur af fulltrúum A-sérsambanda sem og forystu ÍSÍ.

Myndir með frétt