Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12

Fyrrum forseti IOC látinn

30.08.2021

Jacques Rogge, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) á árunum 2001-2013 og núverandi Heiðursforseti IOC, er látinn 79 ára að aldri. 

Jacques, sem var belgískur að uppruna og var bæklunarskurðlæknir að atvinnu, var 8. forseti IOC. Hann var fyrrum Ólympíufari en hann keppti í siglingum á þremur Ólympíuleikum, árin 1968, 1972 og 1976.  Hann var einnig margfaldur landsmeistari og heimsmeistari í íþróttinni. Hann átti einnig íþróttaferil sem keppandi í rugby. Á ferli sínum sem leiðtogi í íþróttum gegndi hann meðal annars embætti forseta Ólympíunefndar Belgíu og embætti forseta Evrópusambands Ólympíunefnda. Á tíma hans hjá IOC urðu miklar breytingar á samtökunum og nútímavæðing. Hans er einnig minnst fyrir að vera mikill baráttumaður gegn lyfjamisnotkun í íþróttum sem og fyrir að styðja vel við bakið á ungu fólki í íþróttum. Undir hans stjórn urðu meðal annars Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar og Ólympíuleikar ungmenna að veruleika. 

Dr. Jacques Rogge lætur eftir sig eiginkonu, tvö börn og tvö barnabörn.