Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
16

Tilslakanir á samkomutakmörkunum

26.08.2021

Fréttin hefur verið uppfærð. Áður kom fram í reglugerð ráðherra að grímuskylda ætti ennþá við í áhorfendasvæðum á íþróttaviðburðum en ný reglugerð var birt seinni part dags þann 27. ágúst. Nú á grímuskylda ekki við á íþróttaviðburðum utanhúss heldur einungis innanhúss.

Ný reglugerð heilbrigðisráðherra tekur gildi þann 28. ágúst. Tilslakanir á sóttvarnareglum eru gerðar með þessari reglugerð en eftirfarandi eru helstu atriði er snerta íþróttastarf: 

  • Almennar fjöldatakmarkanir miða við 200 manns.
  • Heimilt verður að hafa 200 manns í hólfi á íþróttaæfingum og í keppni barna og fullorðinna.
  • Heimilt verður að hafa allt að 500 manns í hólfi í áhorfendastúkum að því gefnu að áhorfendur framvísi neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi (antigen) sem má ekki vera eldra en 48 klst.
    • Ákvæði um hraðpróf og fjölmenna viðburði tekur gildi þann 3. september. Þangað til gildir 200 manna hámark í rými í áhorfendastúkum.
  • Áfram skal skrá alla gesti með nafni, kennitölu og símanúmeri.    
  • Eins metra reglan fellur úr gildi í áhorfendastúkum og grímuskylda gildir enn í áhorfendasvæðum á íþróttaviðburðum innanhúss.
  • Fjöldatakmarkanir í líkamsrækt og á sundstöðum verða afnumdar. 
  • Veitingasala verður aftur heimil á íþróttaviðburðum.

*Vert er að nefna að þó að ákvæði um hraðpróf taki gildi 3. september nk. þá má búast við því að lengri tíma taki að undirbúa að fullu það ferli hjá viðkomandi aðilum.

Frétt á vef heilbrigðisráðuneytis.
Reglugerð heilbrigðisráðherra sem tekur gildi þann 28. ágúst.
Minnisblað sóttvarnalæknis frá 24. ágúst, 2021.