Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
9

ÍA með konur í efstu embættum í fyrsta sinn

28.05.2021

Þann 25. maí síðastliðinn var 77. ársþing ÍA haldið.

Þangað mættu 26 þingfulltrúar frá 13 aðildarfélögum. Gestir mættu frá ÍSÍ, UMFÍ, bæjarstjórn ásamt bæjarstjóra og sviðstjóra Skóla og frístundarsviðs. Þingið var hefðbundið ársþing og dagskrá samkvæmt lögum. Marella Steinsdóttir setti þingið og lagði til að Hildur Karen Aðalsteinsdóttir yrði kjörin þingforseti og stjórnaði Hildur Karen þinginu af röggsemi. Erla Ösp Lárusdóttir var kjörin þingritari.Varaformaður UMFÍ afhenti bandalaginu platta í tilefni af 75. ára afmæli þess, sem var þann 3. febrúar s.l. Þegar kom að heiðrunum þá fengu 9 aðilar afhent bandalagsmerki fyrir störf sín í þágu íþróttamála á Akranesi. Var þeim þakkað fyrir störf sín í þágu íþrótta í gegnum árin.

Hafsteinn Pálsson frá ÍSÍ afhenti Gullmerki Íþrótta og Ólympíusambands Íslands til Harðar Ó. Helgasonar fráfarandi varaformanns ÍA og Hildar Karenar Aðalsteinsdóttur fyrir þeirra framlög til íþrótta og heilsueflandi mála.

Stjórnarkjör fór fram með hefðbundum hætti. Formaðurinn Marella Steinsdóttir gaf kost á sér til áframhaldandi formanns setu og hlaut hún kjör með lófaklappi salarins. Varaformaðurinn Hörður Ó. Helgason, gaf ekki kost á sér áfram og var honum þakkað fyrir hans framlag til ÍA. Hrönn Ríkharðsdóttir var kosin varaformaður í Harðar stað. Aðrir úr stjórn gáfu kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn, þau Gísli Karlsson, Erla Ösp Lárusdóttir og Líf Lárusdóttir, Líf kemur inn sem aðalmaður í stjórn en var áður varamaður. Trausti Gylfason gaf einnig kost á sér til áframhaldandi setu í varastjórn, Emilía Halldórsdóttir kom ný inn í varastjórn. Allt stjórnarfólk hlaut kjör með dynjandi lófaklappi salarins. Er þetta líklega í fyrsta skipti í sögu ÍA að þrjú æðstu embætti bandalagsins eru skipaðar konum, þ.e. embætti formanns, varaformanns og framkvæmdastjóra.

Þau sem hlutu bandalagsmerki á þessu þingi voru: Arna Magnúsdóttir, Bjarni Þór Bjarnason, Borghildur Jósuadóttir, Magnús Óskarsson, Sigrún Ríkharðsdóttir, Sigurður Elvar Þórólfsson, Sigurður Sverrisson og Ólafur Þórðarson.

Myndir með frétt