Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

23.07.2023 - 29.07.2023

EYOF Maribor 2023

Sumarólympíuhátíð Evrópuæskunnar fer fram í...
26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
3

Ásdís Rósa heiðruð á ársþingi HNÍ

03.05.2021

Ársþing Hnefaleikasambands Íslands (HNÍ) fór fram sunnudaginn 2. maí í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Engar lagabreytingar lágu fyrir þinginu en samþykktar voru breytingar á nýrri gjaldskrá HNÍ. Þingið samþykkti ársreikningur sambandsins og fjárhagsáætlun. Kjörin var ný stjórn sambandsins. Almar Ögmundsson var endurkjörinn formaður sambandsins. Með honum í stjórn eru Birna Árnadóttir og Jafet Örn Þorsteinsson sem voru endurkjörin og þær Marta María Kristjánsdóttir og Margrét Guðrún Svavarsdóttir sem kjörnar voru nýjar inn. Úr aðalstjórn stjórn gengu Steinunn Inga Sigurðardóttir og Baldur Hrafn Vilmundarson. Í varastjórn voru kosnar Ásdís Rósa Gunnarsdóttir og Steinunn Inga Sigurðardóttir.

Ásdís Rósa Gunnarsdóttir, fyrrum formaður HNÍ, var sæmd Gullmerki ÍSÍ fyrir góð störf í þágu hnefaleikaíþróttarinnar við þingsetningu.  Andri Stefánsson sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ sótti þingið af hálfu ÍSÍ, flutti ávarp og afhenti Ásdísi Rósu heiðursviðurkenninguna. Meðfylgjandi mynd var tekin við það tækifæri.