Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

29

Héraðsþing HSK haldið sem fjarþing

01.05.2021

99. héraðsþing HSK var haldið sem fjarþing 29. apríl síðastliðinn. Þingið stóð í einn og hálfan tíma og gekk ljómandi vel. Því var stýrt úr Selinu á Selfossi og mættu 79 fulltrúar og gestir rafrænt. Gunnar Bragason gjaldkeri ÍSÍ, var fulltrúi ÍSÍ.

Valnefnd sambandsins valdi kylfinginn Heiðrúnu Önnu Hlynsdóttur, Golfklúbbi Selfoss og júdómanninn Breka Bernhardsson, Umf. Selfoss, Íþróttafólk ársins 2020 hjá HSK. Þau mættu bæði í Selið til að taka við viðurkenningunum og styrkveitingu úr Verkefnasjóði HSK og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri.

Veittar voru árlegar viðurkenningar frá sambandinu. Æskulýðsnefnd Hestamannafélagsins Sleipnis hlaut unglingabikar HSK, Golfklúbbur Selfoss hlaut foreldrastarfsbikar HSK og Ungmennafélag Selfoss sigraði í heildarstigakeppni sambandsins 2020. Sigmundur Stefánsson, Umf. Þjótanda, var útnefndur öðlingur ársins.

Litlar breytingar urðu á stjórn og nefndum sambandsins. Stjórn HSK skipa þau Guðríður Adnegard formaður, Helgi S. Haraldsson varaformaður, Guðmundur Jónasson gjaldkeri, Anný Ingimarsdóttir ritari og Jón Þröstur Jóhannesson meðstjórnandi. Varastjórn skipa þau Gestur Einarsson, Olga Bjarnadóttir og Baldur Gauti Tryggvason.