Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12

Benedikt Jónsson kjörinn formaður UÍA

17.04.2021

Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands hélt ársþing sitt fyrr í dag. Þingið var fjarþing vegna takmarkana á samkomum. Góð þátttaka var á þinginu og var þingstjórn í öruggum höndum Stefáns Boga Sveinssonar, fyrrum formanns UÍA.

Gunnar Gunnarsson, sem hefur verið formaður UÍA síðastliðin níu ár, gaf ekki kost á sér endurkjörs og var nýr formaður kjörinn Benedikt Jónsson, sem setið hefur í stjórn UÍA frá árinu 2017. Auk Benedikts voru Guðjón Magnússon og Björgvin Stefán Pétursson kjörnir nýjir inn í stjórn. Fyrir voru Þórunn María Þorgrímsdóttir og Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir, sem einnig er varaformaður sambandsins.

UÍA, sem verður 80 ára á árinu, er með trausta fjárhagsstöðu og horfir nýkjörin stjórn björtum augum til framtíðar.

Viðar Sigurjónsson, skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri, sat þingið fyrir hönd ÍSÍ.

Á myndinni má sjá fráfarandi formann og nýkjörinn formann UÍA, við formannsskiptin.  Mynd: UÍA