Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
11

Metþátttaka í Lífshlaupinu - Skráning enn í gangi

11.02.2021
Lífshlaupið 2021 hófst þann 3. febrúar sl. Nú þegar hafa yfir 19.000 þátttakendur skráð sig til leiks og það stefnir í hörku skemmtilega keppni. Stöðuna í vinnustaðakeppninni má finna hér en það er vert að minna á það að til þess að ganga sem best í vinnustaðakeppninni þarf að virkja sem flesta á vinnustaðnum til að hreyfa sig í að lágmarki 30 mínútur á dag á meðan á Lífshlaupinu stendur. Ef þú ert ekki þegar búinn að skrá þig til leiks í Lífshlaupið 2021 er það ekki of seint. Það er hægt að skrá sig til leiks hér og það er hægt að skrá sína hreyfingu frá 3. febrúar.

Ef þú vilt rifja upp meira um Lífshlaupið getur þú lesið allt um Lífshlaupið hér á vefsíðu Lífshlaupsins.
 
Nú er orðið ennþá einfaldara að skrá hreyfingu sína á meðan á Lífshlaupinu stendur því útbúið hefur verið smáforrit Lífshlaupsins. Í smáforritinu er hægt að skrá og sjá alla hreyfingu viku aftur í tímann. Þar er einnig hægt að lesa hreyfingu beint úr Strava. Það er þó rétt að benda á að það þarf að fara á vefsíðu Lífshlaupsins til þess að stofna aðgang og til þess að stofna lið/ganga í lið, en eftir að það er búið er hægt að skrá sig inn í gegnum smáforritið og skrá alla hreyfingu þar. Smáforritið finnst bæði í App Store (iOS) og í Play Store (Android) undir heitinu „Lífshlaupið“.
 
Á meðan Lífshlaupinu stendur eru bæði úrdráttarverðlaun alla virka daga sem og myndaleikur á samfélagsmiðlum og eru veglegir vinningar í boði. Hér á facebook síðu Lífshlaupsins má fylgjast með gangi mála.